Hitastig og fleiri góðir punktar

Bjórinn frá Vífilfelli er gæðabjór sem á skilið að hann sé borinn fram á réttan hátt. Mikilvægt er að glös séu hrein og það er góð regla að skola glösin með köldu vatni áður en bjórnum er hellt og þess skal gætt að um 2-3cm froðulag sé í glasinu þegar það er borið fram.

Heppilegasta hitastigið á bjór til drykkjar er 7-12°C en þá eiga bragðgæði hans að njóta sín best. Víking Lager og Víking Lite eru ljósir bjórar og þá skal bera fram í kaldara lagi, Víking Gylltur nýtur sín best 8-11°C. Kolsýruinnihaldið í bjór er miðað við að hluti kolsýrunnar hverfi þegar bjórnum er hellt í glas. Bjór sem drukkinn er beint úr flösku eða dós inniheldur því meiri kolsýru. Með því að drekka bjórinn úr glasi verður réttum styrk kolsýrunnar náð. Ilmurinn af bjórnum er stór hluti af bragðinu sem þú finnur og því deyfist bragð bjórsins sé hann drukkinn beint úr flösku eða dós, auk þess sem bjórinn er fallegri og meira lystaukandi séður í glasi þar sem gullinn liturinn fær notið sín.

Mælt er með svokölluðum pilsen glösum sem eru há og kúpt. Þar sem þau eru mjó endist froðukollan lengur og í slíkum glösum færðu best notið þess að fylgjast með loftbólunum mynda handahófskennt mynstur sitt í hliðunum og stíga síðan upp glasið. Ferskleiki hefur mikið að segja þegar kemur að bragðgæðum bjórs og almennt má segja að bragðið njóti sín best sé hans neytt innan tveggja til þriggja mánaða frá framleiðsludegi.

Nafn: Black Death
Framl.: Vífilfell Víking
Teg.: Bjór
skoða
Nafn: Carlsberg
Framl.: Carlsberg
Teg.: Bjór
skoða
Nafn: Carlsberg 0,33
Framl.: Carlsberg
Teg.: Bjór
skoða
Nafn: Carlsberg 0,5
Framl.: Carlsberg
Teg.: Bjór
skoða
Nafn: Carlsberg Elephant
Framl.: Carlsberg
Teg.: Bjór
skoða
Nafn: Corona Extra
Framl.: Corona
Teg.: Bjór
skoða
Nafn: Jólabock
Framl.: Vífilfell Víking
Teg.: Bjór
skoða
Nafn: Pils Organic
Framl.: Vífilfell Víking
Teg.: Bjór
skoða
Nafn: Thule
Framl.: -
Teg.: Bjór
skoða
Nafn: Thule
Framl.: Vífilfell Thule
Teg.: Bjór
skoða
Nafn: Thule
Framl.: -
Teg.: Bjór
skoða
Nafn: -Thule Jólabjór
Framl.: Vífilfell Thule
Teg.: Bjór
skoða
Nafn: Viking Gylltur
Framl.: Vífilfell Víking
Teg.: Bjór
skoða
Nafn: Viking Lite
Framl.: Vífilfell Víking
Teg.: Bjór
skoða
Nafn: Víking Classic
Framl.: Vífilfell Víking
Teg.: Bjór
skoða
Nafn: Víking Gylltur
Framl.: -
Teg.: Bjór
skoða
Nafn: Víking Jólabjór
Framl.: Vífilfell Víking
Teg.: Bjór
skoða
Nafn: Víking Lager
Framl.: -
Teg.: Bjór
skoða
Nafn: Víking Lager
Framl.: Vífilfell Víking
Teg.: Bjór
skoða
Nafn: Víking Lite
Framl.: -
Teg.: Bjór
skoða
Nafn: Víking Páskabjór
Framl.: Vífilfell Víking
Teg.: Bjór
skoða
Nafn: Víking Sterkur
Framl.: Vífilfell Víking
Teg.: Bjór
skoða
Nafn: Víking Stout
Framl.: Vífilfell Stout
Teg.: Bjór
skoða
Nafn: Víking Sumaröl
Framl.: Vífilfell Víking
Teg.: Bjór
skoða
Nafn: Þorrabjór
Framl.: Vífilfell Víking
Teg.: Bjór
skoða