Colomé er stórkostlegt vínræktarfyrirtæki í norðanverðu Salta svæðinu í Argentínu og státar af hæst staðsetta víngarði hjá stóru vínfyrirtæki.  Vínræktin er rekin samkvæmt lífrænum ræktunarleiðum.  Og vínin eru þ.a.l. frábær.
Colomé á sér langa sögu.  Víngerðin var stofnuð árið 1831, og fyrstu Malbec og Cabernet Sauvignon vínviðirnir komu 1854. Það eru enn til staðar þrír víngarðar sem eru samtals 4 hektarar sem voru gróðursettir á þeim tíma.
Í langan tíma var Colomé eign Isasmendi-Davalos fjölskyldunnar, en var keypt af Rodó fjölskyldunni árið 1969 og svo selt að nýju árið 1982 til Raul Davalos.  Árið 2001 keypti Hess samsteypan vínfyrirtækið og með því hófst nútíma vínrækt hjá fyrirtækinu.
Hess samsteypan á í dag Hess Collection (Napa dal í Californíu), Glen Carlou (Paarl, suður Afriku) og Peter Lehmann (í Barossa Ástralíu).


Heimasíða Colomé er: http://www.bodegacolome.com/