Delicato fjölskyldan er einn af elstu vínframleiðendum í Kaliforníu. Sykileyingurinn Gasparé Indelicato stofnaði fyrirtækið Delicato í Kaliforníu árið 1935. Undir stjórn þriggja sona hans, Tony, Frank og Vince, hefur fyrirtækið tekið stórstígum framförum og vakið verðskuldaða athygli fyrir framleiðslu sína undanfarin ár. Fyrirtækinu hlotnaðist sá heiður að vera kosið vínframleiðandi ársins 2003 í Kaliforníu. Þetta er sérstakur heiður, þar sem framleiðendur Kaliforníu kjósa hann úr sínum röðum.

Eins má geta þess að hinn virti vínrýnir, Robert Parker sá ástæðu til að taka sérstaklega fram að Delicato vínin væru góð viðbót við gæðavínflóru Kaliforníu.

Árið 1988 keypti Delicato fjölskyldan San Bernabe vínekruna, sem er ein stærsta vínekran í allri Kaliforníu og árið 1995 eignaðist fjölskyldan Clay Station vínekruna. Alls ræktar fjölskyldan 21 tegund vínþrúga og framleiðir vín úr þeim öllum.


Shiraz þrúgan hefur verið þeirra aðalþrúga, enda fengið mörg verðlaun fyrir hana. Delicato Shiraz hefur verið útnefnd sem besta Shiraz vínið í Kaliforníu fjögur ár í röð, sem er einsdæmi.


Heimasíða Delicato er www.delicato.com


Vín frá DFV Wines

Delicato Cabernet Sauvignon

Framl.: Delicato Family Vineyards
Teg.: Rauðvín
Þrúga: Cabernet Sauvignon
skoða

Delicato Chardonnay

Framl.: Delicato Family Vineyards
Teg.: Hvítvín
Þrúga: Chardonnay
skoða

Delicato Merlot

Framl.: Delicato Family Vineyards
Teg.: Rauðvín
Þrúga: Merlot
skoða

Delicato Shiraz

Framl.: Delicato Family Vineyards
Teg.: Rauðvín
Þrúga: Shiraz
skoða

Stone Barn Cabernet Sauvignon

Framl.: Delicato Family Vineyards
Teg.: Rauðvín
Þrúga: Cabernet Sauvignon
skoða

Stone Barn Chardonnay

Framl.: Delicato Family Vineyards
Teg.: Hvítvín
Þrúga: Chardonnay
skoða