Glen Carlou
Bestu vín Suður-Afríku koma frá Paarl héraðinu en þar eru einmitt Glen Carlou víngarðarnir. Vínin frá Glen Carlou eru flokkuð með allra bestu vínum veraldar og hefur Diner´s Club tvívegis útnefnt framleiðandann víngerðamann ársins á heimsvísu. Glen Carlou víngerðin var stofnuð árið 1985 af Walter Finlayson sem starfað hafði sem víngerðamaður hjá bestu vínframleiðendum Suður Afríku. Nafn fyrirtækisins er fengið úr nöfnum dætra Walters, en þær heita Lena, Carol og Louise. David, sonur Walters hefur tekið við rekstri fyrirtækisins og ekki leið á löngu þar til hann var farinn að sanka að sér verðlaunum. Í dag eru sum vín hans talin vera ein af 20 bestu vínum heimsins. Öfugt við flesta vínframleiðendur Suður Afríku notar Glen Carlou franskar vínþrúgur en ekki heimaþrúguna Pinotage. Ástæðan er sú að Walter lærði sitt fag í Frakklandi og hreifst af öllu sem gert er þar í víngerð. Vínin eru geymd í tunnum úr franskri eik. Hann bregður frá frönsku hefðinni á þann hátt að vínin eru ekki hreinsuð í tunnum, heldur er umtalsvert botnfall í vínunum sem margir telja framtíðar aðferð

Heimasíða Glen Carlou er: http://www.glencarlou.co.za/