Leon Beyer

Beyer fjölskyldan er búin að vera vínræktendur í bænum Equisheim í Alsace síðan 1580. Árið 1867 stofnaði Emile Beyer "Maison de Vin d'Alsace" og er það rekið í dag af ættlegg sem er beint rekjanlegur til Emile Beyer. Frá upphafi hefur Leon Beyer verið einna þekktastir fyrir sinn þurra og elegant stíl og þá sérstaklega við framleiðsluna á Riesling.

Leon Beyer tilheyrir litlum en áhrifaríkum hópi framleiðenda í alsace sem mótmæla Grand Cru flokkuninni með þeim rökum að það séu þeir og þær aðstæður sem þeir rækta þrúgurnar sínar sem gera vínin þeirra stórkostleg en ekki einhver skrifstofumaður í París. Leon Beyer ræður yfir 1 hektara í grand cru garðinum Eichberg og 3 hekturum í Pfersigberg. Hinn þekkti vínrithöfundur Hugh Johnson lýsir vínunum frá Leon Beyer sem sterkbyggðum, breiðum, þurrum og mjög klassískum í stíl.Heimasíða Leon Beyer er: www.leonbeyer.fr