Tosti er rótgróið ítalskt fjölskyldufyrirtæki, stofnað 1820 af Giovanni Bosca og er rekið að afkomendum hans enn í dag. Í dag er það næst stærsti freyðvínsframleiðandi í heiminum. Tosti er í hjarta Piemonte héraðsins á ítalíu, fjölskyldan kaupir ber af bestu ekrum héraðsins og blandar þeim við ber af sínum eigin ekrum og nær þannig að framleiða mikið magn í freyðvíns í háum gæðaflokki. Moscato þrúgan, sem er aðalþrúga svæðisins, hefur verið notuð til víngerðar öldum saman - allt frá tímum Rómarheimsveldisins. Það segir allt sem segja þarf um ræktunarskilyrðin.
Árið 2004 voru Tosti freyðivínin kosin freyðivín ársins af vínþjónum Ítalíu. Tosti Framleiðir margar tegundir freyðvína frá sætum uppi þurrar og mottó fyrirtækisins er “Magn og gæði geta farið vel saman”
Megin munur á Asti og Moscato er að Moscato er lægra í alkóhóli og hefur því ekki verið unnið úr öllum sykrinum, sem gerir vínið sætara. Eins er minni þrýstingur í því sem gerir það minna freyðandi. Prosecco er svo hátt í alkóhóli og frekar þurrt.

Heimasíða Tosti er: http://www.tosti.it/Tosti Asti

Framl.: Tosti
Teg.: Freyðivín
Þrúga: Blanda
skoða

Tosti Moscato

Framl.: Tosti
Teg.: Freyðivín
Þrúga: Moscato
skoða