Yalumba
Yalumba var stofnað 1849 af Samuel Smith, breskum innnflytjanda sem var bruggari að starfi. Eftir að hafa keypt 30 ekrur af landi í Barossa dalnum byrjaði hann að gróðursetja vínvið og framleiða vín undir nafninu Yalumba, sem á frumbyggjamáli þýðir allt landið í kring. 6 kynslóðum og meira en 150 árum síðar er Yalumba orðið stærsta fjölskyldurekna víngerð Ástralíu og flaggskip alls þess sem skipað hefur áströlskum vínum þann sess sem þau eiga skilin í vínheiminum.
Vínin frá Yalumba hafa öll mjög ólíkan karakter sem má að miklu leyti þakka það frábæra starf sem unnið er á fullkominni rannsóknarstofu fyrirtækisins í byrjun og viðhaldið allan tímann þangað til vínið er komið á flöskur og tilbúið til neyslu.

 

Heimasíða Yalumba er : http://www.yalumba.com/

Yalumba "Y" Unwooded Chardonnay

Framl.: Yalumba
Teg.: Hvítvín
Þrúga: Chardonnay
skoða

Yalumba Viognier

Framl.: Yalumba
Teg.: Hvítvín
Þrúga: Viognier
skoða