Fjórar tegundir af jólabjórum í boði í ár

Á síðustu árum hefur orðið gríðarleg aukning á framboði í sérbjórum í kringum jólin. Aldrei hafa fleiri bjórar verið í boði og einmitt í ár og er það vel. Flestir kannast við að hitta vini og kunningja til þess eins að smakka á sem flestum tegundum og gefa dóma. Allir hafa sínar skoðanir á því hvaða bjór sé bestur, sumir vilja sterkan og vel dökkan, aðrir millidökkan og jólalegan og enn aðrir vilja bara að hann sé auðdrekkanlegur og sætur.


William Grants hlaðið verðlaunum á International spirits challenge


William Grant´s hlaut fjölda verðlauna á hinni virtu International Spirits Challenge keppni sem haldin var þann 9. Júlí í Londin. Helstu verðlaunin voru að Monkey Should var valið besta malt viskíið upp að 20 ára og Glenfiddich vann fyrir viskí eldri en 21 árs.

Víking Lite Lime kominn á markað

Vífilfell hefur nú hafið sölu á Víking Lite Lime bjór sem er fyrstur sinnar tegundar hér á landi. Lite lime er frískandi bjór með Lime bragði bruggaður með þeim hætti að kolvetni og sykrur eru í lágmarki. Inniheldur færri hitaeiningar og ferskan nýkreistan lime safa en um 70 ferska lime ávexti þarf í hvert brugg. 


Þorrabjórinn tekur við af jólabjórnum

Eftir að hafa drukkið jólabjórinn síðustu vikur er kominn tími til að breyta til og færa sig yfir í Þorrabjórinn sem er kominn í sölu á börum og veitingahúsum og mun koma í ÁTVR á Bóndadaginn 23. janúar.


Einstök Doppelbock jólabjórinn kominn aftur

Doppelbock jólabjórinn frá Einstök seldist upp hjá framleiðanda og í flestum Vínbúðum ÁTVR í lok nóvember.  Móttökurnar hafa verið framar vonum, enda bjórinn fengið góða dóma og umfjöllun. 

Vífilfell fær umboðið fyrir Bodegas Roda

Vífillfell hefur tekið umboðinu fyrir Bodegas Roda en þessi vín hafa verið til hér á landi í árabil.

Vínin sem um ræðir koma öll frá Rioja á Spáni, eru ekki af verri gerðinni og heita Roda Sela, Roda Reserva og Roda I Reserva.

Gjafabæklingurinn kominn

Gjafabæklingur Vífilfells er kominn og er stútfullur af hugmyndum. Það getur verið snúið að velja hentuga jólagjöf fyrir þá sem þér og þínu fyrirtæki eru mikilvægastir, hvort sem það eru starfsmenn eða viðskiptavinir. Starfsmenn Vífilfells vilja gjarnan liðsinna þér við það skemmtilega verkefni.

Einstök Doppel Bock valinn besti jólabjórinn

Fréttatíminn valdi Einstök Doppel Bock besta jólabjórinn í ár. Árlega eru gerðar mismunandi samantektir á þeim  jólabjórum sem eru í boði á hverju ári. Framboðið er fjölbreytt og alltaf koma nýjar tegundir inn á meðan aðrar detta út. Eins og í fyrra er Vífilfell með fjórar tegundir í boði þetta árið. Einstök Doppel Bock, Víking, Úrvals jóla bock og Thule. Thule skoraði hátt á sínu fyrsta ári í fyrra og er enn að gera vel.

                                                          

Það styttist í jólabjórinn


Nú er farið að styttast í jólin og þá fara fjölmargir jólabjórar að sjást á veitingastöðum landsins sem og í Vínbúðum ÁTVR.

Hjá Vífilfell eru framleiddar fjórar gerðir af jólabjór, eru þetta Víking Jólabjór, Thule Jólabjór, Jóla Bock og Einstök Dopple Bock Jólabjór. Bruggmeistarar okkar eru nú á fullu að fullkomna bragðið og segir Baldur okkar færasti bruggmeistari að jólabjórinn þessi jóli verði betri en nokkru sinni og má því búast við algjörri veislu þegar fyrsti jólabjórinn kemur úr krönum veitingahúsanna um miðjan mánuðinn.

Fyrstu jólabjórarnir eru svo væntanlegir í Vínbúðir um miðjan nóvember svo það má alveg fara að skipuleggja bjórsmökkunina með vinum og vandamönnum.


Glerskortur olli Corona-leysi í sumar


Hinn frægi Corona-bjór hefur verið með öllu ófáanlegur á Íslandi í sumar. Skýringin á þessum skorti er glerskortur sem plagaði bjórframleiðandann á fyrri hluta ársins en Corona-bjórinn er víða eingöngu seldur í glerflöskum, þar á meðal hér á landi.