Bourbon

 Hvað er Bourbon:
Bourbon er maís-Viskí framleitt í Bandaríkjunum, upphaflega á svæðinu Old Bourbon, sem nú heitir Bourbon County í Kentucky fylki. Árum áður mátti eingöngu framleiða Bourbon í Kentucky, enn í dag er leyfilegt að framleiða Bourbon um öll Bandaríkin.
 Enn það er ekki nóg að framleiða viskí í Bandaríkjunum og kalla það svo Bourbon, það fylgja ýmsar reglur m.a:
- Bourbon verður að vera búið til úr að minnsta kosti 51% maís
- Bourbon verður að geyma á nýjum brenndum eikarfötum
- Bourbon má ekki innihalda meira en 80% vínanda
- Bourbon, eins og öll viskí, verður að innihalda að lágmarki 40% vínanda
- Það er engin krafa gerð á geymslutíma Bourbons á fati. Samt sem áður eru nokkrarreglur varðandi merkingar sem svipa til aldursstimplana:
- Bourbon sem uppfyllir ofangreindar kröfur og er óblandað, það er að segja það inniheldur engin viðbætt, bragðefni, litarefni eða annan spíra má, enn er ekki skyldugt til þess, kalla Straight Bourbon.
- Bourbon sem merkt er Straight og hefur verið geymt í skemmri tíma enn 4 ár á fati skal merkja með lengd geymslutíma.
- Ef Bourbon er aldursmerkt skal það gefa til kynna yngsta Viskíið í flöskunni. Samt sem áður ef um blandað viskí er að ræða þarf ekki að greina aldurs hlutlausra spíra í blöndunni, bara yngsta viskíið í blöndunni.
- Bourbon sem er merkt Blended eða Blend gefur til kynna að viskíið er blandað, blandan má innihalda litarefni, bragðefni og aðra spíra. Það verður samt alltaf að innihalda 51% maís
Viskí selt sem Tennessee Whiskey er flokkað sem Bourbon samkvæmt NAFTA löggjöf, sem er amerísk löggjöf er varðar m.a. framleiðslu og sölu á áfengi. Verða því Tennessee Whiskey framleiðendur að fylgja sömu reglum og Bourbon framleiðendur þó svo að þeir vilji meina að þeirra viskí sé öðruvísi þegar þeir markaðssetja það.
 
Mash Bill og Sour Mash?:
Kornblandan sem notuð er við gerð Bourbon er kölluð Mash Bill, og inniheldur í flestum tilfellum 70% maís og 30% blöndu af hveiti og/eða rúg ásamt möltuðu byggi.  Bourbon framleitt með eingöngu maís, hveiti og möltuðu byggi er kallað Wheated Bourbon. Kornblandan er svo möluð og blönduð með vatni. Oftast, enn ekki altaf, er eldri kornblanda blönduð við þá nýju og kallast sú blanda Sour Mash. Það er gert til þess að viðhalda réttu sýrustigi milli brugganna.

Portvín

Hvað er Portvín:
Portvín er styrkt vín frá Douro dalnum í norður-Portúgal. Búið til úr léttvíni (oftast rauðu) og þrúgu spíra.

Portvín eða Púrtvín?
Portvín fékk nafnið sitt frá borgini Porto (áður Oporto) og kallast því Portvín ekki Púrtvín. Einnig er gott að muna að landið heitir Portúgal ekki Púrtúgal.
 


Hvernig varð Portvín til?
Snemma á sautjándu öld bannaði Kanslari Lúðvíks fjórtánda frakkakonungs, Colbert alla sölu og vöruskipti milli meginlands Evrópu og Bretlands. Enn Frakkar og Bretar voru í stríði á þessum tíma. Ullar-kaupmenn í hafnarbænum Viana De Castello, norður af Oporto héldu samt sem áður áfram að skiptast á vörum við Breta og til þess að fá ullina frá Bretlandi skiptu þeir á m.a þurrkuðum ávöxtum, ólífuolíu og þurru Portúgölsku víni.

Enn vínin frá Viana de Castello voru frekar þurr, létt hvítvín og með einungis um 9-10% áfengismagn  og voru flutt á fati (í viðartunnum) milli landa. Það fór ekki vel með vínin, mikið af víninu skemmdist vegna mikla hitabreytinga, súrefnisbreytinga í tunnunum og germyndun. Kaupmennirnir byrjuðu því að leita af fyllri og þéttari vínum og voru þau helst að finna í Douro dalnum sem liggur nokkuð langt inni í landi, kaupmennirnir fluttust þá til Oporto við rætur Douro-árinnar. Þangað var auðvelt að flytja vínin frá Douro dalnum og niður að höfn. Enn þann dag í dag eru vín flutt frá Douro dalnum til Vila Nova de Gaia (sem liggur við Porto áður Oporto) þar sem þau eru geymd í hellum á meðan þau þroskast í tunnunum.

Til þess að koma í veg fyrir að vínin skemmdust á leiðinni til Bretlands  fóru skipverjar að bæta við brandýi í vínið til þess að veita því meiri stöðugleika og koma í veg fyrir gerjun í tunnunum, seinna meir fóru þeir að nota hreinan þrúguspíra til þess að koma í veg fyrir að breyta víninu of mikið. Sæta Portvínið sem við þekkjum í dag þróaðist yfir marga áratugi, þar sem að eftirspurn Breta um sætara „Porto“ varð meiri. Sala til bretlands eyja varð svo meiri með árunum því þó að Bretar gætu keypt Frönsk vín þá settu Frakkar mjög háan skatt á allt sem var selt til Bretlands.

Þó svo að hefðbundnar víngerðar reglur í Douro segja að gerjun vínsins verði að eiga sér stað í stein „lagares“ eða steyptum tönkum, hafa margir framleiðendur notað aðrar aðferðir í gegnum tíðina.


Mismunandi gerðir Portvína:

Tawny Port:
Tawny Port er framleidd úr dökkum þrúgum, geymt á viðartunnum og með Solera kerfinu þar sem að vínið kemst hægt og rólega í snertingu við súrefni og þroskast.
Tawny portvín eru sæt eða meðal-þurr og oftast notuð sem eftirréttavín.
Þegar portvín er merkt sem Tawny án þess að gefa upp aldur, þá er það blanda af vínum sem hafa legið í a.m.k 2 ár á viðartunnum. Aldursmerkt Tawny þ.e.a.s 10, 20, 30 eða 40 ára gefur til kynna að blandan sé að meðaltali svo gömul ekki að lágmarki eins og sumir halda.

Ruby Port:
Ruby er ódýrasta og mest framleidda Portvínið. Eftir gerjun er það geymt í steyptum- eða stál tönkum til að koma í veg fyrir skemmdum af völdum súrefnismyndunar og til að viðhalda rúbínrauða litnum. Ruby Portvínin eru oftast blöndur til þess að viðhalda sömu brögðum og gæðum milli ára. Það er grugghreinsað og síað og verður sjaldnast betra með aldrinum.

Vintage Port:
Vintage Port eða árgangs Portvín er búið til úr eingöngu einum árgangi og því engir aðrir árgangar blandaðir við.
Hver og einn framleiðandi ákveður hvort þeir geri vintage, og velja þeir bara þau ár sem að eru afbragðsgóð.

LBV eða Late Bottled Vintage:
LBV var upphaflega hugsað sem portvín sem átti að vera Vintage Portvín, enn vegna lítillar fyrirspurnar var það geymt lengur á tunnum enn áætlað var. Með tímanum hefur þetta þróast út í tvær gerðir af LBV, þar sem önner er grugghreinsuð og síuð enn ekki hin. Báðar hafa þó legið á fati í fjögur til sex ár.
Hreinsaða útgáfan hefur þann kost að ekki þarf að umhella víninu, og er því tilbúið til drykkjar strax. Enn spámenn vilja meina að þessi hreinsun og síun eyðileggja gæði og karakter vínsins.
LBV sem ekki hefur verið hreinsað og síað eru merkt „unfiltered“ og/eða „bottle matured“.
    
Guimaraens Vintage:
Guimaraens Vintage er eingöngu að finna hjá Fonseca, ef að árgangur er góður enn samt ekki alveg þannig að þeir vilji gera vintage þá gera þeir Guimaraens Vintage. Sá árgangur er því mjög góður enn ekki afbragðs. Guimaraens Vintage er því ódýrari enn venjulegur Vintage.
Guimaraens er nafn fjölskyldunnar sem á og rekur Fonseca og hefur gert frá stofnun fyrirtækisins árið 1822.

Grappa

Grappa Chardonnay

Sauvignon Blanc

Sauvignon Blanc er, um þessar mundir, líklega vinsælasta hvíta tískuþrúga heimsins

Syrah

Syrah gefur af sér langlíf og stórkostleg vín nyrst í Rónárdalnum

Zinfandel

Zinfandel er kamelljón vínþrúgnanna og hefur ótrúlega fjölbreyttar birtingarmyndir

Cabernet Sauvignon

Vinsælasta en þó ekki úbreiddasta rauðvínsþrúga veraldar

Viognier

Miðað við hvað lítið fer af landi undir ræktun á þessari þrúgu, eða einungis um 40 hektarar á heimsvísu, er ótrúlegt hvað hún er víðkunn

Chardonnay

Líklega vinsælasta hvítvínsþrúga veraldar