Fjórar tegundir af jólabjórum í boði í ár

Á síðustu árum hefur orðið gríðarleg aukning á framboði í sérbjórum í kringum jólin. Aldrei hafa fleiri bjórar verið í boði og einmitt í ár og er það vel. Flestir kannast við að hitta vini og kunningja til þess eins að smakka á sem flestum tegundum og gefa dóma. Allir hafa sínar skoðanir á því hvaða bjór sé bestur, sumir vilja sterkan og vel dökkan, aðrir millidökkan og jólalegan og enn aðrir vilja bara að hann sé auðdrekkanlegur og sætur.

Vífilfell býður upp á fjórar tegundir af jólabjór í ár og eru það sömu tegundir og í fyrra. Tegundirnar sem eru í boði eru Einstök Doppel Bock, Víking jólabjór, Thule jólabjór og Jóla Bock frá Íslenskum Úrvals. Einstök Doppel Bock hefur verið að fá sérstaklega góða dóma á meðal gagnrýnenda, sama hverjir það eru. Eins hefur Víking jólabjórinn verið að skora hátt og vilja flestir meina að þeir séu bestir fyrir fjöldann. Á Facebook síðu Víking Ölgerðar er hægt að skoða skemmtileg myndbönd þar sem jólabjórunum er gefin einkunn og einnig hvaða jólabjór passar best með hvaða mat.

-